Laus störf:
Við leitum að ráðgjöfum í hlutastarf og fullt starf
Starfslýsing og helstu verkefni:
- Ráðgjafar starfa eftir stefnu og verklagi Heilinda sem tekur mið af þjónustuáætlunum þjónustukaupanda.
- Að veita skjólstæðingum félagsskap, leiðsögn og stuðning í daglegu lífi.
- Að aðstoða skjólstæðinga við athafnir daglegs lífs.
- Að aðstoða skjólstæðing við að halda heimili.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- 22 ára og eldri
- Reynsla af sambærilegum störfum er kostur – hverskyns umönnunarstörf, félagsstörf og menntastörf.
- Menntun á félagsvísinda, heilbrigðis-eða menntavísindasviði er kostur.
- Eftirfarandi eiginleikar koma sér vel: Skynsemi, þolinmæði og jákvæðni í mannlegum samskiptum sem og stundvísi og faglegur metnaður.
- Starfsmenn þurfa að undirrita trúnaðaryfirlýsingu og sýna fram á hreint sakavottorð samkvæmt lögum.
Umsóknir má senda á: heilindi@heilindi.is ásamt ferilsskrá.
Nánari upplýsingar veitir Helga Kr. Gilsdóttir í s. 8220365
Önnur laus störf:
Sértæk störf eru auglýst sérstaklega.
Það er alltaf opið fyrir almenna umsókn hjá Heilindum. Ferilskrá ásamt kynningarbréfi skal senda á heilindi@heilindi.is.