Heilindi er fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða, hegðunarvanda og ungmenni með fjölþættan vanda.
Við hjá Heilindum erum alltaf tilbúin að taka samtalið varðandi aðra sambærilega þjónustu. Hvert mál er einstakt og skoðað sérstaklega út frá þjónustuþörf viðkomandi skjólstæðings. Ef þjónustan krefst sértækrar þekkingar sem er ekki til staðar hjá okkur þá sækjum við á þekkingu og mannauð eftir þörfum.