Hvað er í boði?

  • Heilindi er búsetu- og skólaúrræði fyrir börn, ungmenni og fullorðna, með ákominn heilaskaða og fjölþættan vanda.
  • Heilindi hafa starfsleyfi frá Gæða-og eftirlitsstofnun til að þjónusta bæði börn og fullorðna.
  • Búsetuúrræðin okkar eru staðsett í nærumhverfi skjólstæðings og samkomulagsatriði í hverju máli fyrir sig.
  • Heilindi sækja fagþekkingu til þeirra aðila sem við á hverju sinni.
  • Heilindi starfa með Karli F. Gunnarsyni, Ph.D., BCBA Atferlisfræðingur og doktor í endurhæfingu og er hann í ráðgefandi hlutverki hjá Heilindum.
  • Heilindi bjóða upp á sértæka þjónustu og til að fá skýrari mynd af starfseminni  mælum við með að hafa samband við okkur til skrafs og ráðagerða. Hvert mál er einstakt og er skoðað út frá þjónustuþörf skjólstæðingsins hverju sinni. Hafa má sambandi símleiðis við stjórnendur sem og á heilindi@heilindi.is