Heilindi reka búsetuúrræði til langs og skamms tíma. Megin markhópur Heilinda eru einstaklingar með ákominn heilaskaða, bæði ungmenni og fullorðnir sem þurfa sértæk úrræði og/eða einstaklingsmiðaða nálgun og þjónustu. Einnig vinna Heilindi með ungmennum með fjölþættan vanda, bæði í búsetuúrræðum sem og í skóla/frístund.
Rekstur og bókhald Heilinda er í höndum R3 Ráðgjöf ehf. Framkvæmdastjóri R3 sér um framkvæmdastjórn Heilinda. Með þessu tryggjum við að öll okkar orka fari í faglegt starf og að rekstur fyrirtækisins sé í öruggum höndum hjá sérfræðingum í bókhaldi og rekstri fyrirtækja. R3 ráðgjöf hefur mikla reynslu í samningum og samskiptum fyrirtækja, stofananna, ríkis og sveitarfélaga.